Um Gjaldheimtuna

Um Gjaldheimtuna

Gjaldheimtan var stofnuð árið 2003 og hefur frá upphafi sérhæft sig í löginnheimtu auk ráðgjafar í innheimtumálum almennt. Í upphafi var Momentum samstarfsaðili Gjaldheimtunnar en frá 2006 hefur Momentum verið dótturfélag Gjaldheimtunnar en með því er Gjaldheimtunni og Momentum tækt að veita fyrirtækjum og einstaklingum heildarþjónustu á sviði innheimtu.

Tilgangur og markmið

Markmið Gjaldheimtunnar er að veita fyrsta flokks löginnheimtuþjónustu. Gjaldheimtan vinnur eftir fyrirframákveðnum verkferlum sem valda því að auðvelt er að hafa yfirsýn yfir innheimtumál hvers kröfuhafa þó kröfurnar séu margar. Með þeim hætti er líka auðvelt að viðhalda hæstu gæðakröfum á þjónustunni. Gjaldheimtan byggir á því að innheimtukostnaður sé hæfilegur og falli ekki á kröfuhafa nema í algerum undantekningartilfellum og alltaf sé gætt sanngirnis við ákvörðun innheimtukostnaðar.
Gjaldheimtan vinnur eftir mismunandi innheimtuferlum, allt eftir þörfum kröfuhafa og eðli krafna og leitar alltaf leiða til að fá úrlausn mála á skjótan og öruggan hátt.

Traust og örugg starfsemi

Starfsfólk Gjaldheimtunnar leggur mikið upp úr að bjóða hagkvæma og örugga lausn í innheimtuþjónustu. Skil á greiddum kröfum fara fram daglega og eru uppgjör skýr og einföld og upplýsingaflæði er hratt svo kröfuhafar hafa alltaf yfirsýn yfir raunstðu útistandandi krafna.