Persónuverndarstefna

Almennt

Gjaldheimtan er ábyrgðaraðili vegna vinnslu persónuupplýsinga sem okkur eru afhentar af viðskiptavinum okkar. Vinnsla á persónuupplýsingum kemur til vegna starfa okkar sem löginnheimtufyrirtæki. Vinnsla okkar á persónuupplýsingum byggir því á lögmætum hagsmunum,sbr. 6.tl. 9.gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Við fáum persónuupplýsingar ýmist frá kröfuhöfum, þjóðskrá eða upplýsingaveitum eins og þeim sem halda utan um vanskilaskrár. Þá kannt þú að afhenda okkur upplýsingar í samskiptum við okkur vegna meðferðar máls.

Hvaða upplýsingar geymum við?

Í starfi okkar vinnum við með eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á:

Nöfn, kennitölur, heimilisfang, netfang, símanúmer, hjúskaparstaða, fjölskyldunúmer, starfsheiti, skráningarnúmer bifreiðar, fasteignanúmer, heilsufarsupplýsingar, skráning á vanskilaskrá.

Við geymum upplýsingarnar eins lengi og þörf er á vegna meðferðar máls og í samræmi við kröfur sérlaga eins og laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og laga um bókhald nr. 145/1994.

Eru upplýsingar afhentar þriðju aðilum?

Okkur kann að vera nauðsynlegt eða skylt að afhenda þriðju aðilum upplýsingar um þig eins og opinberum aðilum, lögmönnum, kröfuhafa eða samstarfsaðilum okkar. Ef afhending upplýsinga er vegna samstarfs við þriðju aðila sem við berum ábyrgð á fer hún eingöngu fram á grundvelli vinnslusamnings.

Viðkvæmar persónuupplýsingar

Að meginstefnu til varðveitum við ekki viðkvæmar persónuupplýsingar svosem um uppruna, stjórnmálaskoðanir, trú eða lífsskoðun, stéttarfélagsaðild, heilsufar eða kynhneigð. Hins vegar kunnu upplýsingar t.d. um heilsufar að skipta máli við meðferð máls og þá varðveitum við þær með þínu samþykki. Þú hefur ávallt heimild til þess að draga samþykki til baka. Einnig kann vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga að vera nauðsynleg til að verja réttarkröfur og byggir hún þá á heimild í 6.tl. 2.mgr. 11.gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Sjálfvirk ákvörðunartaka

Starfsemi okkar byggir almennt ekki á sjálfvirkri ákvörðunartöku. Okkur er hins vegar heimilt að nýta sjálfvirka ákvörðunartöku við mat á því hvernig máli skuli fram haldið. Þetta hefur þó ekki áhrif á réttindi þín eða skyldur.

Réttindi þín

Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar við geymum um þig ásamt því að fá leiðréttingu skráningar ef upplýsingarnar eru rangar. Í vissum tilfellum áttu rétt á því að tilteknum upplýsingum verði eytt þó tímamarki geymslu hafi ekki verið náð. Þá getur þú óskað eftir því að upplýsingum sé eytt þegar geymsla þeirra er ekki nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu eða halda uppi kröfu. Þú getur einnig átt rétt á því að vinnsla sé takmörkuð við tilteknar upplýsingar. Þá getur þú veitt okkur heimild til að vinna með upplýsingar á hverjum tíma og eftir því sem við á dregið til baka samþykki þitt.

Þú getur beint til okkar fyrirspurnum um vinnslu persónuupplýsinga og réttindi þín á hverjum tíma á netfang okkar. Hér fyrir neðan er senda okkur umsókn um að fá afrit af þínum persónuupplýsingum.

Athugið að afgreiðsla getur tekið allt að 30 dögum. Að vinnslu lokinni verður þú látinn vita með tölvupósti og getur þá sótt afrit persónuupplýsinga á skrifstofu okkar innan tveggja mánaða frá tilkynningu gegn framvísun persónuskilríkja.

Verði afritin ekki sótt innan ofangreinds tímafrests verður þeim eytt.

Þér er ávallt heimilt að beina erindi eða kvörtun til Persónuverndar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Á heimasíðu Persónuverndar, www.personuvernd.is, er einnig að finna frekari upplýsingar og leiðbeiningar um réttindi og skyldur skráðra aðila.