Verkferli löginnheimtu

Starfsfólk og stjórnendur Gjaldheimtunnar hafa áratuga reynslu af starfi við innheimtur innan þess ramma sem réttarkerfið hefur sett utan um þannig starfsemi. Samanlögð reynsla okkar kemur viðskiptavinum okkar að verulegu gagni við að ná árangri í innheimtu vanskilakrafna, en einnig í þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum okkar. Til að auðvelda viðskiptavinum okkar að átta sig á ferlinu sem krafa fer í gegnum frá því að við tökum við henni, höfum við sett upp eftirfarandi skýringarmynd á löginnheimtuferlinu.

Formlegt löginnheimtuferli okkar hefst almennt á löginnheimtubréfi. Tryggja þarf að á undan löginnheimtubréfinu hafi verið send út lögboðin innheimtuviðvörun, en hafi það ekki verið gert er ekki heimilit að halda áfram löginnheimtu. Hafi krafa farið gegnum milliinnheimtu hjá Inkasso-Momentum, áður en hún barst til Gjaldheimtunnar til löginnheimtu, hefur lögbundin innheimtuviðvörun frá Inkasso-Momentum. Hafi krafa hins vegar ekki verið til meðferðar hjá Inkasso-Momentum þarf að ganga úr skugga um að innheimtuviðvörun hafi verið send og að afrit af viðvöruninni liggi fyrir.

Bregðist greiðandi ekki við innheimtubréfi/innheimtuviðvörun, fer krafan í annan tveggja ferla: Send er greiðsluáskorun sem undanfari aðfararbeiðni ef krafan er aðfararhæf, eða send er stefna ef krafa þarf dómsviðurkenningu fyrir aðfararhæfni. Að þessu fengnu er gefin út aðfararbeiðni sem starfsfólk okkar síðan fylgir eftir með þeim fullnustuaðgerðum sem lög leyfa.