Gjaldskrá

Almennt

Gjaldheimtan ehf. er lögmannsstofa sem sérhæfir sig í löginnheimtu vanskilakrafna og lögfræðiráðgjöf á tengdum sviðum. Samkvæmt lögum um lögmenn er lögmanni rétt að áskilja sér hæfilegt endurgjald fyrir störf í þágu umbjóðanda síns með hliðsjón af þeim hagsmunum sem honum er falið að gæta.

Að sama skapi er lögmanni rétt að áskilja umbjóðanda sínum hæfilegt endurgjald úr hendi skuldara vegna kostnaðar af löginnheimtu peningakröfu. Við gerð gjaldskrárinnar hafa leiðbeinandi reglur þar að lútandi verið hafðar til hliðsjónar.

Gjaldskráin á að leiða til sanngjarnrar gjaldtöku fyrir þjónustu félagsins, jafnt fyrir kröfuhafa sem og skuldara.

Þóknun fyrir önnur lögmannsstörf en löginnheimtu skal taka mið af gjaldskrá Gjaldheimtunnar ehf. um tímagjald, kr. 30.000. Lágmarks tímaeining er 15 mínútur og hleypur á 15 mínútum eftir það.

Til viðbótar þóknun samkvæmt gjaldskrá skal gerð krafa um greiðslu alls útlagðs kostnaðar á hverjum tíma auk vaxta af útlögðum og áföllnum kostnaði.

Lögum samkvæmt, ber að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu lögmanna og eru allar fjárhæðir tilgreindar án virðisaukaskatts.

Gjaldskráin gildir frá og með útgáfudagsetningu nema sérstaklega sé um annað samið. Gjaldskráin getur breyst án fyrirvara.

Innheimtuþóknanir

 1. Meginreglan er að við skráningu innheimtumáls er sent út eitt innheimtubréf með kröfufjárhæð (höfuðstóll, vextir og e.a. annar kostnaður) að viðbættri innheimtuþóknun sem samanstendur af grunngjaldi, kr. 12.000, að viðbættu hlutfalli af samtölu höfuðstóls og vaxta:
  i. 25% af fyrstu
  kr. 100.000
  ii. 20% af næstu
  kr. 300.000
  iii. 15% af næstu
  kr. 600.000
  iv. 10% af næstu
  kr. 4.000.000
  v. 5% af næstu
  kr. 10.000.000
  vi. 3% af næstu
  kr. 35.000.000
  vii. 2% af því sem umfram er.
 2. Með ítrekun löginnheimtubréfs bætast kr. 6.000 við innheimtuþóknun.

  Í málum sem vísað er til héraðsdóms bætast kr. 36.000 við grunngjald vegna stefnugerðar.

 3. Grunngjald þóknunar fyrir önnur bréf og beiðnir, svo sem ritun greiðsluáskorana, aðfararbeiðna, nauðungarsölubeiðna, réttarsátta, kröfulýsinga, afturkallana, gjaldþrotaskiptabeiðna o.þ.h. er kr. 12.000.
 4. Þóknun fyrir fyrsta mót hjá sýslumanni og héraðsdómi innan höfuðborgarsvæðisins er kr. 20.000 en kr. 12.000 í hvert sinn eftir það. Þóknun fyrir mót utan höfuðborgarsvæðisins er kr. 20.000. Þóknun fyrir mót við framhaldssölu er kr. 20.000 innan höfuðborgarsvæðisins en skv. tímagjaldi utan höfuðborgarsvæðisins. Þóknun fyrir frestun án mætingar er kr. 4.000.
 5. Grunngjöld þóknunar vegna gagnaöflunar eru eftirfarandi:
  i. Eignaleit er kr. 3.000.
  ii. Uppfletting í vanskilaskrá og vanskilavöktun er kr. 2.000
  iii. Uppfletting í hlutafélagaskrá er kr. 2.000.
  iv. Uppfletting í fasteignaskrá og ökutækjaskrá er kr. 1.000.
  v. Veðbókarvottorð fasteigna og skipa er kr. 3.000.
  vi. Veðbókarvottorð bifreiða eða annars lausafjár er kr. 1.000.
  vii. Um önnur skjöl fer eftir atvikum hverju sinni.
 6. Vegna innheimtu á kröfu í erlendri mynt skal grunngjald innheimtþóknunar skv. stafliðum a) og b) vera tvöfalt.
 7. Hafi innheimtuviðvörun ekki verið send skuldara áður en Gjaldheimtunni er falin innheimta hennar er grunngjald þóknunar fyrir útsendingu slíkrar viðvörunar kr. 950.

Ákvörðun þóknunar í sérstökum tilvikum

Í undantekningartilfellum, svo sem í málum sem eru stærri í sniðum hvað varðar álitaefni og hagsmuni eða véfengi greiðandi réttmæti kröfu er áskilinn réttur til að víkja frá framangreindu og krefjast þóknunar skv. tímagjaldi, kr. 7.500 fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur í vinnu lögmanns, eða sem samsvarar kr. 30.000 á klukkustund.

Sama á við í þeim málum þar sem meginmarkmið aðgerða einskorðast ekki við löginnheimtu kröfu, til dæmis útburðarmál, annars konar vörslusvipting eða vegna annarra lögmannsstarfa, eða þegar kröfuhafi óskar eftir að innheimtu kröfu verði haldið áfram þrátt fyrir að mælt sé gegn frekari innheimtuaðgerðum.

Við ákvörðun þóknunar skal tekið tillit til aðstæðna hverju sinni, þ. á m. eðli og umfangs vinnunnar, ábyrgðar lögmannsins, hagsmuna viðskiptamannsins og niðurstöðu máls. Þá er og tekið tillit til þeirrar reynslu og sérþekkingar, sem viðkomandi lögmaður hefur aflað sér á viðkomandi réttarsviði. Skal í framangreindum tilfellum haldin skrá yfir unna tíma.

Fyrir verkefni, sem af ástæðum er varða viðskiptamanninn þarf að vinna utan reglulegs vinnutíma, í öðru landi, á erlendu tungumáli eða við sérstaklega erfiðar aðstæður eða flýta þarf afgreiðslu sérstaklega á, er áskilinn réttur til að krefjast hærri þóknunar en ella.

Gjaldskrá þessi tekur strax gildi og fellur gjaldskrá frá 9. júní 2022 þá úr gildi.